Nú verður VÍS að standa fyrir máli sínu!

Eftir að hafa horft á Kastljós í kvöld er manni eiginlega orða vant.  Nóg er samt fyrir foreldra barns sem deyr í slysi og annars barns sem er öryrki eftir að níðingur á bíl keyrði á þau, þó svo að tryggingafélagið og Tryggingastofnun komi ekki fram við þau af þvílíkum dónaskap að það hálfa væri nóg.

Sjálfur á ég 3 börn, hef forræði yfir þeim ásamt móður þeirra en þau hafa lögheilmili hjá móður sinni því lögin heimila ekki tvöfalt lögheimili en... allar bætur miðast við lögheimili.  Nú eiga börnin mín sitt heimili hér og hjá móður sinni en opinberir aðilar viðurkenna ekki nema annað heimili þeirra.

Í fyrramálið mun ég hafa samband við tryggingafélagið mitt sem er einmitt VÍS, eins og hjá foreldrum þeirra barna sem fyrr um ræðir og fá skorið úr því hvort börnin mín séu tryggð hjá mér þótt lögheimili þeirra sé ekki hér.  Ef þeir geta ekki staðfest það þá segi ég upp öllum tryggingum mínum hjá þessu félagi (og reyndar ætti ég að gera það hvort eð er, þó ekki væri nema vegna þess dónaskapar sem þau sýndu í þessu tiltekna máli) og leita mér nýs tryggingafélags.  Þá er bara að vona að þau hafi ekki haft samráð um þessi mál.

Verra þykir mér viðhorf Tryggingastofnunar sem neitar að borga hjálpartæki á heimili föður því börnin eiga lögheimili hjá móður.  Einnig er með ólíkindum að tryggingafélög geti dregið framreiknaðan lífeyri TR frá bótagreiðslum.

Ég skora á alþingismenn og frambjóðendur að skoða þessi mál og taka á þessu.  Núverandi staða er óþolandi og gríðarleg skerðing á rétti þeirra foreldra þar sem börn eiga ekki lögheimili.  Þetta snýr einnig að skattayfirvöldum því þau neita að viðurkenna að foreldrar séu með börn á framfæri ef þau eiga ekki lögheimili hjá þeim þrátt fyrir að barnalög kveði á um að báðum foreldrum sé skylt að framfæra börn sín.  Þetta er ótrúlegt að þetta skuli vera svona og óskiljanlegt að enn skuli vera brotið jafn freklega á foreldrum með úreltum lögum.

Sjá Kastljósþátt 19. febrúar 2009


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Góð færsla um alvarlegt mál. Gott að þú ætlir að kanna stöðuna og endilega settu niðurstöðuna hér inn. Viðmiðunarlaun vegna tryggingabóta er svo stór skandall út af fyrir sig. Þetta er greinilega skógur sem þarf að grysja af skynsemi og heiðarleika, með hagsmuni bótaþega að leiðarljósi.

Nýtt lýðveldi  - skrifa undir áskorun  HÉR 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingimar E

Höfundur

Ingimar Eydal
Ingimar Eydal
Nöldrari af guðs náð. Þreytist aldrei á að koma réttlætinu á framfæri. En ávallt með bros á vör...
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • chicken-truck
  • Halendisferd Draco15-19 juli 07 193
  • ...juli_07_149

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband