Færsluflokkur: Bloggar
20.11.2008 | 08:48
Skítalykt....
Mér finnst ég finna skítalykt..... Ef þetta er svona þá þarf að rannsaka það, og sækja menn til saka ef þeir hafa misnotað stöðu sína. Það er gríðarlega mikilvægt að embættismenn séu hafnir yfir allan vafa um að þeir séu traustsins verðir. Ef ofan á bætist að Fjármálaráðherra kóar með ráðuneytisstjóranum sínum þá er málið sínu alvarlegra.
Almenningur vill að svona liggi uppi á borðinu, við höfum misst traust á mörgum meginstofnunum samfélagsins og gjörsamlega óþolandi að vera með svona mál velkjandi á meðan það ásand varir.
Það er skítalykt af ráðherra og ráðuneytisstjóra, þeir verða að hreinsa það af sér eða hverfa úr embætti annars!
Almenningur vissi ekkert um fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2008 | 17:16
Ha???
Bíddu er ekki verið að byggja risaálver á Suðurnesjum?? Málið er að þeir sem nutu mest góðs af góðærinu kvarta nú hástöfum. Flestir staðir utan suðvesturhornsins sáu nú ekki mikið af þessu góðæri en þurfa nú að taka á sig niðurskurð eins og aðrir, t.d. varðandi grunnþjónustuna, vegagerð, heilbrigðisþjónustu og annað.
Þegar er verið að byggja risaálver þá er erfitt að vorkenna þeim amk. á meðan.
Hálfkláruð hús og draugahverfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.11.2008 | 11:04
Til eftirbreytni...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.11.2008 | 14:07
Jæja, Geir er ekki kominn tími til....
að þú hættir að koma svona kjánalega fram! Það er eitthvað gruggugt hvað þú veist alltaf lítið, t.d. er með ólíkindum að þú vissir ekkert um slæma stöðu íslenskra efnahagsmála fyrr en allt í einu... varstu ekki fjármálaráðherra í mörg ár áður en þú varðst forsætisráðherra?? Þetta hljómar ekki trúverðugt.
Ég legg til að þessi ríkisstjórn biðjist lausnar, hún ræður ekki við stöðuna og við landsmenn treystum henni ekki til þess. Meira að segja Jóhanna talar alltaf eins og hún sé ekki í stjórninni og segir hvað þarf að gera en svo gerist ekkert!!
Kannast ekki við pólskt lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2008 | 12:10
Loksins !!
Mikið sem þessi drengur kemur á óvart, loksins þegar hann tjáir sig segir hann meiningu sína umbúðalaust og er greinilega ekki hræddur við Sjallana. Maður hélt að allir ráðherrar og forystumenn Samfylkingar væru mállausir og þyrðu ekki að styggja Geir og Davíð en þessi þorir.
Hann fær broskall frá mér í tilefni dagsins!
Vill seðlabankastjórana burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.9.2008 | 10:00
Umhverfissóði !
Ekki vildi ég hafa þennan mann sem tannlækni !! Ekki vegna hegðunar hans (þótt það væri í sjálfu sér næg ástæða), heldur vegna ótrúlegrar umgengni. Þvílíkur sóði !! Held að sveitarstjórnin ætti að kæra hann fyrir sóðaskap, trúi ekki öðru en að yfirvöld vilji ekki hafa slíka umhverfissóða vaðandi uppi.
Sveitarstjórnin ætti að láta taka til og senda honum reikninginn, mun að hafa hann bara svona á sama taxta og tannlæknar almennt !!
Illvíg deila nágranna í Kjós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2008 | 14:08
Ein ríkisstjórn??
Er þetta fólk ekki saman í ríkisstjórn?? Hversu lengi ætlar þessi ríkisstjórn að hanga saman, þegar þau eru ósammála um flest mál og virðast helst eiga samskipti á opinberum vettvangi? Skiptir ekki máli hvaða flokki menn tilheyra, umhverfis- og iðnaðarráðherra eru líka ósammála þótt þau séu úr sama flokki.
Þetta er löngu hætt að vera fyndið, held þetta fólk þyrfti að læra símanúmer hvors annars eða fá email adressur svo það geti amk. borið málin undir hvort annað.
Þetta er ekki trúverðug ríkisstjórn!!
Gæti leitt til stigmögnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.9.2008 | 14:06
Einfaldur
McCain segist vita hvernig handsama megi bin Laden | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.9.2008 | 14:51
Skítt með Vodafone
Eins og með svo margar íslenskar auglýsingar þá virkaði þessi öfugt á mig. Ég ætla ALDREI að skipta við þetta fyrirtæki, bara vegna þessara ömurlegu auglýsinga. Þær eru ekki frumlegar, ekki fyndnar, subbulegar, brjóta fánalögin (svona svipað og áfengisauglýsendur brjóta áfengislögin og enginn tekur á því) og hvetja mann enganvegin til að hugsa um að skipta um símafyrirtæki, þvert á móti.
Sem sagt: Skítt með Vodafone, megi þeir fara í gjaldþrot mín vegna !!
Braut ekki gegn siðareglum SÍA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 11:52
Nú er flugvöllurinn nógu góður !!
Hallærislegt að þeir sem berjast móti flugvellinum í Vatnsmýri telja hann nauðsynlegan núna!
Auðvitað að Sjálfstæðismenn næðu að klúðra einhverju í þessari skipulagningu!! Landsliðsmennirnir okkar fá þá ekki einu sinni að fara í Fríhöfnina, frábært að láta þá koma heim í hina glæsilegu flugstöð á Reykjavíkurflugvelli sem er ráðamönnum og okkur öllum til skammar. Þetta eru aldeilis konunglegar móttökur!!
Svo þarf að passa að forsetinn komist ekki að, hann er ekki í réttum flokki !!
En meira að segja hann klúðrar hlutunum með því að veita ekki öllum hópnum Fálkaorðuna, auðvitað átti líka að veita þessum frábæru aöstoðarmönnum sem áttu líka sinn þátt í sigrinum. (sem eru nb. jafnmargir og fylgdu menntamálaráðherra einum 2x sinnum til Kína!!).
Annars skora ég á alla að mæta og hylla mannskapinn, þetta er frábær hópur (þ.e. landsliðið+ aðstoðarfólk, ekki pólitíkusarnir!!
Flogið beint til Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingimar E
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Maður að meiri og mættu fleiri taka sér það til fyrirmyndar ekki síst Sjálfstæðismenn og Samfylkingarfólk sem hafa náð nýjum hæðum í ráðaleysi og foringjahollustu. Meira að segja er búið að þagga niður í Ágústi Ólafi og þá þegir restinn. Framsóknarmenn þora þó ennþá að opna munninn. Ekki má gleyma því að samningur sem Íslendingar skrifuðu undir um EES skuldbundnu Íslendinga til að selja bankana þannig að Valgerður gerði ekki annað en það sem samningur kvað á um og það sem Sjálfstæðismenn knúðu á um.
En Sjálfstæðisflokkurinn sleppur alltaf billega við alla gagnrýni.
Það er eftirsjá að Bjarna, en með þessum vinnubrögðum dæmdi hann sig sjálfur úr leik. Þá er bara að vona að hinir sjái einnig að sér.