Hagkaup, þar sem mér finnst leiðinlegast að versla....

Hef mjög ákveðna stefnu, ég versla ekki í Hagkaup nema í ítrustu neyð !!

Þeir hafa svo ömurlega stefnu á svo mörgum sviðum, margt af því sem þeir selja er drasl sem selt er á uppsprengdu verði, yfirfullar og ópersónulegar verslanir, ömurleg þjónusta og afskaplega yfirlætisleg ímynd, sbr. að fullyrða að "íslendingum þyki skemmtilegast að versla í Hagkaupum". 

Þetta nýjasta útspil er grátlegt og lýsir á hvaða plani þessi verslunarkeðja er ! 

Ég var amk. pottþétt ekki spurður !!


mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verslaði ekki við Hagkaup nema af neyð líka. En nú fer ég með mína neyð annað, þetta uppfyllti mælirinn. Nóatún eða Fjarðarkaup fær mína neyðaraura héðan í frá.

linda (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 18:09

2 Smámynd: Gísli Sigurður

Núna verð ég aðeins að grípa í...

1) Samkvæmt öllum þeim könnunum sem gerðar hafa verið fyrir Hagkaup, hefur það komið fram að fólki finnst einfaldlegast skemmtilegast að versla í Hagkaupum, þó að sjálfsögðu þér og sumum öðrum finnist það ekki, þá er það meirihlutinn sem finnst það. En þetta er bara staðreynd.

2) Fulllangt gengið finnst mér að kalla þjónustuna í Hagkaupum "ömurlega" þar sem að Hagkaup leggir áherslu á að hafa margt starfsfólk,  og gefa því góð námskeið og fyrirlestra um hvernig umgangast á viðskiptavini. Staðan í dag er einfaldlega sú að mjög fátt fólk finnst í þessi störf og starfsmannaveltan er orðin 100% (99,99999999%) og þess vegna er ekki alltaf hægt að vera með verslanir fullmannaðar af starfsfólki sem veit ALLT, því það eru svo ótal fáir sem eru búnir að vinna í þessum verslunum til að vita ALLT og geta fullnægt þínum þörfum alveg 100%

3) Verð -- Að sjálfsögðu er verð í Hagkaupum hærra en annarsstaðar. Nokkrar ástæður:

Starfsfólk - Hagkaup er með margt starfsfólk til að geta sinnt viðskiptavinum með sem besta hætti.
Kíktu í bónus og athugaðu það að þar geturðu talið starfsfólk verslunarinnar á fingrum annar handar (liggur nú við) og þar er starfsfólk sem þú getur ekki talað við! Nema örfáir sem reyna að stýra búðinni. Meðan Hagkaup er með mikið af starfsfólki til að þjónusta þig >Sem best verður á kosið!!!< Og einn stór plús..... HAGKAUP TALAR ÍSLENSKU (í langflestum tilvikum)

Rýrnun - Það er fáranleg upphæð á vörum sem hverfa úr Hagkaup árlega. Einhvernveginn verður Hagkaup að bæta upp þá rýrnun. Og þar sem mest hefur verið ráðist á Hagkaup í þjófnaðarerindum, þá er þ.a.l. verðið í Hagkaup aðeins meira en annarsstaðar. Einnig er varan hjá Hagkaup oftast ekki drasl og er verslunin með vandaðri vörur sem fólk getur átt lengur fyrir minni pening en annarsstaðar.
Hagkaup er með mikið af sérhönnuðum vörum sem eru alls ekki dýrar. T.d. gallabuxur frá 2999 og uppí 6999 sem er nú ekki mikið fyrir gallabuxur í dag. Kíktu í Sautján og lýstu þínu áliti á þeim, þar skal ég vera sammála þér.

Búðin sjálf - Búðin er vandaðari,hreinni , innréttingar eru fallegri og af þeim völdum dýrari. Hagkaup velur það besta í sínar búðir og EKKERT nema það! 

 Ég ætla nú ekki að tuða meira, 

en það eru ástæður fyrir því að Hagkaup sé dýrari búð en Bónus (sem dæmi)
Þú ert að borga fyrir ýmislegt, ekki bara út í bláinn.

Eitt enn. Í Hagkaupum eru um það bil 60.000 vöruliðir, meðan að keppinauturinn býður örugglega ekki einu sinni upp á helminginn af því. Þetta kostar pening. Lager>> Hagkaup þarf að eiga þessar vörur á lager, og það kostar húsnæðisgjöld og mörg önnur útgjöld, meðan að Bónus pantar og lagerinn þeirra er í hillunum hjá þeim!

Þetta segir okkur líka eitt, ef að innkaupalistinn hjá þér er langur og margt sérstakt í honum, þá oftast endar maður í Hagkaup þar sem að vörur eru annað hvort ekki til eða uppseldar í búðum keppinauta Hagkaupa.

Gísli Sigurður, 29.11.2007 kl. 23:24

3 Smámynd: Gísli Sigurður

Smá meira,

Plássið í Hagkaupum er meira, þú lendir sjaldnast í vandræðum á að mæta fólki í göngum í Hagkaup, því þegar Hagkaupsbúðirnar eru hannaðar, þá er hugsað um að það séu viðskiptavinir þar!! Þú getur mætt fólki í göngum í Hagkaup með kerrur, það er mjög erfitt í Bónus (Til dæmis)

Ef það kemur smá aukatörn í Bónus (sem dæmi) þá fer allt í fokk hjá þeim af því að þeir eru ekki með nógu marga afgreiðslukassa opnaða!

hjá Hagkaupum eru oftast nokkrir aukastarfsmenn á kassa til þess að ÞÚ þurfir ekki að bíða í korter í röð..... Þetta kostar peninga kappinn minn ;D

Gísli Sigurður, 29.11.2007 kl. 23:27

4 Smámynd: Ingimar Eydal

Ok. ég bakka með að alhæfa með þjónustuna.

Ég hef bara lent í því sjálfur að skila gallaðri vöru til Hagkaupa og fá nákvæmlega engin viðbrögð, þrátt fyrir tölvupóst, nennti ekki að fara að þrástagasta í þeim en þeir sáu ekki sóma sinn í að gera eitt né neitt.  Um var að ræða rándýrt barnaleikfang sem var ónýtt í upphafi og selt rándýrt sem slíkt.

Ég met búðir Hagkaupa út frá því hvernig mér líður inn í þeim og mér finnst þær yfirfullar og leiðinlegar, þar sem ég fer nú einkum í Akureyrarbúðina í neyð minni þá miða ég við hana, hún er þröng, yfirfull og leiðinlega hönnuð, ekki verð ég var við að ég þurfi minna að bíða þar en í öðrum búðum.  Varðandi fatakaup þá fæ ég yfirleitt framúrskarandi þjónustu þar sem ég kaupi föt, þá miða ég einnig við úrval og annað.  Get ekki sagt að það heilli mig í Hagkaup.

Það hefur líka nokkuð oft komið fyrir að þegar mig vantar eitthvað sérstakt þá hefur það komið fyrir að það fæst ekkert í Hagkaupum, jafnvel furðulegustu hlutir, sem dæmi vantaði mig hamborgara í sumar og þeir voru ekki til í Hagkaup!!

Skil ekki þetta tal um rýrnun, er ekki þjófakerfi í versluninni, pípir ekki allt og galar ef maður fer út með vörur sem ekki hafa verið skannaðar??  Hvað verður þá um alla þessa vöru??  Skrýtið að þjófkenna viðskiptavini og hækka álagningu með þá afsökun að við stelum svona miklu.....

Hef einu sinni farið í Hagkaup í Smáralind, þar var enginn á þjónustuborði en þegar ég kom að kassanum heimtaði drengurinn þar að ég sýndi sér allt það sem ég hafði keypt annars staðar í Smáralind, þarna var ég þjófkenndur upp úr þurru, ég neitaði og benti á að mér hefðu ekki verið sett nein slík skilyrði þegar ég kom inn í þessa verslun.

Ég get nefnt ýmis dæmi í viðbót en það hlýtur að vera eitthvað að þegar maður eins og ég sem fer nánast aldrei í verslunina skuli ávallt verða fyrir neikvæðri reynslu þaðan.

Kómístk hjá þér Gísli Sigurður að bera saman Hagkaup og Bónus, eru þetta ekki sitthvor hliðin á sama teningnum???  Hef það stundum á tilfinningunni að þegar ávextirnir eru orðnir ljótir í Hagkaup þá eru þeir fluttir yfir í Bónus.... þó maður versli "ódýrt" þá er ekki þar með sagt að maður sætti sig við ónýtt...??

Við búum við hreint ótrúlega fákeppni á matvörumarkaði og í verslun yfirleitt hér á landi og virðumst bara vera sátt við það...eða hvað?  það er amk ekki að sjá að nýjir aðilar eigi auðvelt með að hasla sér völl sbr. fréttir um í hvaða stöðu birgjar eru gagnvart risunum á markaðnum.

Gísli Sigurður.... þetta nafn minnir mig á einhvern tengdan Hagkaup...??

Ingimar Eydal, 30.11.2007 kl. 10:08

5 Smámynd: Inga Dagný Eydal

Sælir, gaman að lesa þessar umræður ykkar. Gísli Sigurður er ótrúlega vel að sér í rekstri Hagkaupsbúðanna en misstígur sig þó aðeins. T.d. bendir hann á að verðið sé m.a. hærra í Hagkaup vegna fjölda starfsfólks en segir þó í sömu færslu að það sé eiginlega útilokað að fá starfsfólk til starfa og því geti maður nú ekki gert þær kröfur að þar sé fullt af starfsfólki sem viti allt. Nú af hverju er þá verðið hærra á þeim forsendum?

Ég er heldur ekki sammála fullyrðingum Gísla um búð sem er með nægu plássi, hvað þá að maður þurfi ekki að bíða í röð á kassanum. Miðað við þá verslun sem ég nota mest þá eru þrengslin gífurleg, alltof miklu magni af vörum staflað í alltof litla búð og því miður alltof algengt að þurfa að bíða lengi á kassa þar sem aðeins örfáir kassar eru opnir.

Smá viðbót: Fór í Hagkaup á þriðjudegi í síðustu viku, þá fékkst ekki ferskt spínat, engar salatblöndur ferskar og ég endaði á að kaupa frosið grænmeti. Það er ekki nóg að hafa stundum gott úrval það þarf að vera hægt að ganga að því vísu.

En kannski er þetta allt því að kenna að Hagkaup fær ekki að vera á íþróttavelli Akureyringa??

Inga Dagný Eydal, 5.12.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingimar E

Höfundur

Ingimar Eydal
Ingimar Eydal
Nöldrari af guðs náð. Þreytist aldrei á að koma réttlætinu á framfæri. En ávallt með bros á vör...
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • chicken-truck
  • Halendisferd Draco15-19 juli 07 193
  • ...juli_07_149

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband