Ég hef oft bölvað amerískum klósettum.....

Úpps, vissi ekki að það væri ólöglegt, hef reyndar alltaf notað góð og gegn íslensk orð.  En fyrir þá sem þekkja þá eru amerísk klósett vitavonlaus fyrirbæri, því þau eru alltaf full af vatni, hvort sem um er að ræða venjuleg klósett eða pissuskálar.  Ef fullorðinn karlmaður stendur fyrir framan (eða ofan) þessi fyrirbæri og pissar í þau, þá slettist ótæpilega á allt sem nálægt er... eina leiðin er að setjast á andsk.... fyrirbærinn en þau eru nú ekki alltaf þannig að maður langi beinlínis til þess (guði sé lof að vera karlmaður).  Þetta eru, held ég, einhver amerískur pempíuskapur að geta ekki kúkað og pissað (kannski það sé einnig ólöglegt að segja þetta í ameríku??) nema afurðin drukkni í nógu miklu vatni...??

Held að það væri hægt að spara talsvert mikið vatn í ameríkuhreppi ef þeir tækju upp evrópulagið á klósettum.

Svo erum við svo vitlaus að þegar Leifsstöð var byggð þurfti endilega að fylla hana af amerískum klósettum, þannig að minningar um Leifsstöð eru "slettur" og leiðindi á klósettinu...!!

Held reyndar að því hafi verið breytt nú þegar stöðin hefur verið stækkuð í 37 skiptið.

Nú er ég líklega kominn með handtökuskipun næst þegar ég kem til Ameríku, því eins og þið vitið þá má enginn tala illa um neitt sem amerískt er!!  Og verst er að ég ætlaði vestur á næsta ári....


mbl.is Mátti bölva klósettinu sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingimar E

Höfundur

Ingimar Eydal
Ingimar Eydal
Nöldrari af guðs náð. Þreytist aldrei á að koma réttlætinu á framfæri. En ávallt með bros á vör...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • chicken-truck
  • Halendisferd Draco15-19 juli 07 193
  • ...juli_07_149

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband