27.12.2007 | 17:04
Flugeldasala og rusl...
Varðandi ruslið þá finnst mér það sjálfsagt mál að hver taki til eftir sig, ekki ætlast ég til að starfsmenn Bónuss komi og taki við ruslinu undan cheriosinu....??
Hins vegar finnst mér áhugaverð umræða um að björgunarsveitirnar fái einkarétt á flugeldasölu m.t.t. þess starfs sem þær vinna fyrir fólkið í landinu. Þá er ekki síður mikilvægt að benda á að flugeldar eru sérhæfð og hættuleg vara sem mikilvægt er að sé meðhöndluð af fagaðilum og þeim sem hafa þekkingu á vörunni. Hverjum er betur treystandi til að selja slíka vöru en þeim sem hafa það að markmiði koma í veg fyrir slys og koma fólki til bjargar??
Horfði á "Íslenska Drauminn" á Ruv í gærkvöldi og þegar ég sá auglýsingar frá einkaaðilum í morgun í blöðunum, "30 % afsláttur", "alvöru-gæða flugeldar" og fleira, þá sá ég Tóta bisness mann fyrir mér. Held að flestir einka flugeldasalar séu einmitt týpiskir skyndigróðakallar. Hvað gera þeir fyrir þá sem kaupa af þeim flugelda??
Tryggjum öryggi okkar allra, við spörum stórfé með því að tryggja björgunarsveitir í sessi sem sjálfboðaliðasamtök og síðast en ekki síst, tínum upp ruslið eftir okkur og aðra :)
Gleðilegt árið!
Skorað á björgunarsveitirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingimar E
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.