13.1.2008 | 17:29
Salt á götur á Akureyri, NEI TAKK !!
Nú er ég verulega fúll !!
Ástæðan er sú að götur Akureyrar eru nú orðnar skítugar og snjórinn ljótur, óþægilegt að keyra í þessum salla og gerir bíla skítuga, jafnvel í frosti !! Akureyrarbær er sem sagt byrjaður að blanda SALTI við sandinn sem þeir bera á götur. Ég spyr, af hverju ?? og eru bæjarbúar sáttir við þetta??
Mér skilst að um tilraun sé að ræða, en hvernig á að meta árangurinn?
Ég bjó í Reykjavík um nokkura ára skeið og það var ekki síst vegna saltdrullunar sem ég gat ekki hugsað mér að búa þar áfram. Tjaran leysist upp í þessu, snjórinn verður svartur (bílar sömuleiðis)og snjórinn klessist á allt og alla. Hann þjappast ekki og er ómögulegt að ganga eða keyra í saltsnjó. Öll tilfinning fyrir hálku hverfur og ökumenn vita aldrei á hverju þeir eiga von. Með þessu er verið að bjóða skussunum að vera áfram á illa búnum bílum og keyra ekki eftir aðstæðum.
Hér á Akureyri hafa menn farið offari í hálkuvörnum, fyrir nokkrum árum þekktist varla að bera sand á götur en núna má ekki gera smá hálku, þá er dælt ógrynni af sandi á götur og gangstéttir. Síðan þornar þetta og veldur svifryki. Ég spyr, er Akureyri bær með þann umferðarþunga að það kalli á allan þennan sandburð? Má ekki einnig skoða með að bera grófari sand á götur þannig að það valdi minna svifryki? Við búum á norðlægum slóðum og þar verður hálka, við verðum að búa okkur rétt og keyra í samræmi við aðstæður.
Ef á að nota salt til að minnka svifryk þá held ég að við séum að velja verstu leið sem hugsast getur. Saltið eyðileggur bíla, saltið gerir allt skítugt, bæði snjó, götur og bíla, saltið gerir það að verkum að götur þorna ekki, heldur verða áfram blautar og skítugar.
Ég skora á bæjarstjórn og bæjaryfirvöld að hætta þegar í stað öllum salttilraunum, að búa í "saltlausum" bæ eru lífsgæði sem eru dýrmætari en við gerum okkur grein fyrir. Sömuleiðis skora ég á Vegagerðina að endurskoða þá stefnu sína að salta þjóðvegi eins og þeir hafa gert í síauknum mæli undanfarin ár. Ég hugsa mig orðið tvisvar um áður en ég fer á bílnum mínum út á þjóðvegina að vetri til.
Um bloggið
Ingimar E
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 420
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég gleymi seint ferðunum á þvottastöðvarnar í Reykjavík þar sem ég paufaðist við að nudda af bílnum tjöruna og allir heimsins tjörueyðar dugðu ekki til. Þetta hefur maður þó losnað gjörsamlega við á Akureyri....fram að þessu það er að segja. Er verulega döpur og fúl yfir þessum fréttum, þetta er ömurlegt!! Eiginlega subbuskapur af verstu tegund, tala nú ekki um þegar íbúarnir eru ekki spurðir álits!
Baráttukveðjur!
Inga Dagný Eydal, 13.1.2008 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.