15.12.2008 | 09:01
Græðgi
Athugasemdir
Þú ert farinn að tala eins og Guðni Ágústsson nema hvað hann bölvar minna.
eikifr (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 09:56
Vonandi Ingimar ertu ekki með því að úthrópa okkur fasteignasala alla sem glæpamenn og samráðshunda. Það voru menn innan minnar stéttar sem reyndu af veikum mætti að sporna við þessu en enginn mátti við margnum. Kaupendur með 100% lánsloforð frá Bönkunum víluðu það ekki fyrir sér að bjóða langt yfir ásettu verði fyrir eignirnar þegar samkeppni var um eignirnar og ég man eftir einu svæsnasta tilfellinu sem ég var með þar sem sjö tilboð voru í sömu eignina og þá kom einn með lánsloforð frá banka sem fór 3 milljónir yfir verð og sagði þegar ég benti honum á að þetta væri langt yfir markaðsverði eignarinnar þar sem ég á að gæta hagsmuna kaupanda og seljanda lögum samkvæmt að honum væri alveg sama þetta væri bara 5000 kall á milljónina í afborgun ????
Þórarinn M Friðgeirsson, 15.12.2008 kl. 12:10
Það er fjarri mér að ætla að setja alla fasteignasala undir einn hatt í þessu efni og biðst ég afsökunar á því. Ég tek það fram að all flestir í stéttinni sem ég þekki eru heiðarlegir og góðir menn og því ekki gott hjá mér að alhæfa svona (eins og stundum hendir menn í bræði...). En þeir ágætu fasteignasalar sem ég þekki sögðu mér að það væru ekki síður svartir sauðir í stéttinni sem hefðu ráðlagt fólki að "prófa" að setja hærra verð á eignir heldur en almennt var í gangi. Þannig í raun voru þeir að hækka verðin, því ekki mál gleyma að flestir sem eru að kaupa eða selja sér íbúðir eru ekki í því að staðaldri og treysta því á fagmenn til að leiðbeina sér í þeim efnum. Fasteignasalar eru því oft í þeirri stöðu að ráðleggja fólki og þannig í lykilstöðu. En ég endurtek afsökun mína til allra hina góðu og heiðarlegu manna og kvenna í stéttinni.
Ingimar Eydal, 15.12.2008 kl. 15:11
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Um bloggið
Ingimar E
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ég hef löngum haldið því fram að ekki voru nein eðlileg lögmál í gangi þegar fasteignaverð rauk upp, ég vil halda því fram að bankar og fasteignasalar virtust gera með sér þegjandi samkomulag um að tala verðið upp.
Ég segi liíka, mikil fífl vorum við að trúa því að "markaðurinn" réði... þetta var bara spurning um að ríku bankastrákarnir ætluðu sér að verða enn ríkari!
Og nú sitjum við í súpunni, með allt of háar skuldir (og auðvitað verðtryggðar) af kaupum á íbúðum sem eru ekki, og voru aldrei svona verðmætar.
Djöfulsins helvítis andskotans græðgispakk og við fífl að láta hafa okkur af fíflum af andskotans stjórnmálamönnum sem létu þetta viðgangast.
Djöfull er gott að blóta svona.....