Enn og aftur um "eina með öllu"

Held að það sé nauðsynlegr að koma því að að hvorki Akureyrarbær né við bæjarbúar stöndum að þessari hátíð heldur hópur verslana- og veitingahúsaeigenda sem fá leyfi sýslumanns til að vera með skemmtiatriði á sviði og auglýsa svo böll og skemmtanir því tengdu.

Annað sem rétt er að leiðrétta er að tjaldstæðin á Akureyri sem rekin eru af sérstöku rekstrarfélagi Skátafélagsins Klakks hefur undanfarnar verslunarmannarhelgar neitað einstaklingum undir 25 ára aldri um aðgang vegna slæmrar reynslu. Aðrir aðilar, (oftast íþróttafélögin), hafa tekið að sér að reka tjaldstæði fyrir þennan aldurshóp, en hafa bæði neitað að gera það oftar því reynslan var því miður mjög slæm, umgengni hræðileg og engar reglur virtar. Málið var það að enginn var tilbúinn til að taka að sér að starfrækja slíkt "djammsvæði". Dropinn sem fyllti mælinn var síðan reynslan af "bíladögum" sem haldnir voru á Akureyri sl. þjóðhátíðarhelgi en það ágæta unga fólk sem lagði leið sína á tjaldstæðin á Akureyri blés til útihátíðar á tjaldstæðinu, virti engar reglur svæðissins, gæslufólk var ítrekað barið og hótað líflátum og svæðið (sem er einnig útivistarsvæði og vettvangur námskeiða fyrir börn) var rústir einar eftir helgina. Útlendingar flúðu bæinn og fjölskyldufólk varð fyrir verulegu ónæði.

Þetta var ekki góð lausn en ég lýsi enn og aftur eftir betri lausn !! Sérstaklega frá þeim sem stóðu að þessari hátíð og vilja núna að bæjarstjórn segi af sér (sem hefur styrkt hátiðina myndarlega undanfarin ár auk þess að sjá um alla hreinsun á bænum, þeim að kostnaðarlausu !!).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Hvaða hlutverki gegnir bæjarstjóri og bæjarráð. Jú að skipta tekjunum milli verkefna og vera miðja, stjórnandi og sameiningarafl bæjarbúa. Stjórnin á að leysa þau vandamáls sem upp koma sem snerta bæjarbúa alla. Ef þú býður þig fram í þessa stöðu verður þú að vera undir það búin að leysa erfið vandamál af heilindum og án mismununar.  Ef þeir gefa leyfi fyrir "innanbæjar útihátíð" áttu þeir að undirbúa sig betur eða ekki gefa leyfið. 

Ef þig vantar tillögur um hvað þarf að gera til að geta haldið Eina með Öllu fyrir ALLA á næsta ári  þá skaltu spyrja bæjarstjórann þinn en hún bauð sig fram í það hlutverk af því hún sagðist vera sú besta til að gegna því hlutverki. Þið trúðuð henni og kusuð.  Ef hún ræður ekki við það þá þurfið þið að fá ykkur nýjan bæjarstjóra og ég skal bjóða mig þá fram og leysa þetta mál.  

Ég var nú á Akureyri eina verslunarmannahelgina þegar einmitt mikið var talað um i fjölmiðlum hve hryllilegt þetta hafi verið. Allt brotið og bramlað og kúkað í flesta garða. Ég get fullyrt að fréttaflutningurinn var stórlega ýktur.  Veit þó lítið um hvernig hefur farið undarfarnar helgar í sumar. 

Halla Rut , 11.8.2007 kl. 01:14

2 Smámynd: Halla Rut

Og þegar ég er orðin bæjarstjóri eftir að þú hefur hefur leitt mig til sigurs sem kosningastjórinn minn þá ætla ég að halda þessa hátíð og hún skal heita "EIN FYRIR ALLA"

Halla Rut , 11.8.2007 kl. 01:31

3 Smámynd: Ingimar Eydal

Sæl Halla.

Jamm, ég er sammála þér með það að bæjarstjórnin klikkaði á því að byrja á því að veita ótakmörkuð leyfi fyrir skemmtanahaldi, þ.e. að skemmtistaðir mættu vera opnir til morguns og unglingaböll til kl. 3 að nóttu og bakka svo með alltsaman nokkrum dögum fyrir hátíð og banna þá ákveðnum aldri að mæta.  Slíkt er engin stjórnsýsla.  Ég kaus ekki flokk bæjarstjóra og styð ekki núverandi meirihluta bæjarstjórnar.  Ég hins vegar styð þá sem vilja stemma stigu við unglingadrykkju og að hér skapist sama ástand og t.d. um verslunarmannahelgi 2006 og þjóðhátíðarhelgina 2007.  Mér er líka annt um útivistarsvæðið að Hömrum. 

Honum var hins vegar vandi á höndum og tók á vandanum, það er þó þakkarvert þótt endalaust megi deila um hvort það var rétt gert.  Ég er sammála því að þetta var ekki gert á réttum tíma og jafnvel sammála því að aðferðin var röng.  En þetta bar þó þann árangur að hér voru um 9000 gestir og allt fór fram með friði.  Sjálfur var ég í Köben og missti af öllu saman.

Sammála þér líka að fjölmiðlamenn hafa gjarnan viljað bara tala illa um hátíðir á Akureyri... sumir amk.

Ekki málið með kosningastjórann, það vantar alltaf gott fólk til að stjórna... Halla Rut bæjarstjóri

Ingimar Eydal, 12.8.2007 kl. 00:14

4 Smámynd: Ingimar Eydal

"Honum" bæjarstjóranum, á auðvitað að vera "henni".  Svona er stutt í karlrembupúkann í manni...

Ingimar Eydal, 12.8.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingimar E

Höfundur

Ingimar Eydal
Ingimar Eydal
Nöldrari af guðs náð. Þreytist aldrei á að koma réttlætinu á framfæri. En ávallt með bros á vör...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • chicken-truck
  • Halendisferd Draco15-19 juli 07 193
  • ...juli_07_149

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband