16.4.2008 | 09:17
Væri ekki nær að skammast sín...??
Gaman væri að vita hvaða augum þessir ágætu forsvarsmenn olíufélagana líta okkur landsmenn?
Þeir vita greinilega ekki upp á sig neina skömm þrátt fyrir að hafa þegar verið dæmdir fyrir samráð, búa við nánast einokunarkerfi í sölu á eldsneyti, geta nánast skammtað sér gróðann. Um leið og við neytendur segjum eitthvað þá koma þeir fram og nánast skamma okkur, sbr. þessa frétt.
Mér var boðið þetta fína afsláttarkort frá þessu sama olíufélagi fyrir skömmu sem ég auðvitað þáði, með boð um afslátt á eldsneyti hjá þeim. Síðan þegar ég fékk reikninginn þá sá ég að það var ekki einn eyrir í afslátt... ég borgaði nákvæmlega sömu upphæð eins og ég hefði gert án þess að vera með kortið góða.
Það er ekki laust við að manni finnst eins og það sé verið að gera okkur að fíflum.....
Athugasemd frá Olís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingimar E
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála.
Ekki hafa þessir herramenn sem stýra olíufélögunum öllum þennan afslátt sem þeir þó veita jeppaköllunum, meira en 10 krónur á lítra. hvað borgum við hinir neytendur til að niðurgreiða fyrir bensínbruðlið?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 16.4.2008 kl. 12:14
Ég er þér fyllilega sammála og vita þessir eigendur olíufyrirtækjanna að við erum háð þeim og þeir misntoa sér það óspart.
Alfreð Símonarson, 16.4.2008 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.