Frelsi, frelsi...macdonalds sér um börnin.

Enda má ekki skerða hið fullkomna frelsi fyrirtækjana til að ala börnin okkar rétt upp.

Frelsi okkar einstaklingana til að eiga frið fyrir þeim sem vilja spilla heilsu okkar og barnana okkar er hins vegar ekki á blaði menntamálaráðherra.

Ég held að stjórnmálaskóli sjálfstæðismanna þyrfti að skoða málið og skoða hvort frelsið skiptir meira máli, fyrirtækjana eða þegnana... nei auðvitað ekkert má stöðva hagvöxtinn, hvorki umhverfisverndarsinnar eða þeir sem vilja vernda börnin sín!!


mbl.is Beitir sér ekki fyrir auglýsingabanni í tengslum við barnatíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frelsið skiptir að sjálfsögðu meira máli fyrir þegn landsins, en það er enginn sem stoppar þig í því að velja sjálf hvað börnin þín sjá í sjónvarpinu. Ef þú vilt ekki að börnin þín sjái auglýsingar í kringum barnatímann, eða hefur ekki rænu á því að neita börnum þínum bara því þau langi í eitthvað, þá mæli ég með DVD myndum, þar sem þú hefur algera stjórn yfir efninu.

Það er enginn skortur á þessu frelsi að neinu leyti í gangi. Þú hefur fullkomna stjórn á þessu sjálf, en á Íslandi er bara ekkert nóg! Alltaf þarf ríkið að hugsa um börnin ykkar líka. Enda er það forsjárhyggjustjarna Samfylkingarinnar, Ásta Ragnheiður, sem veit hvað er öllum fyrir bestu, að berjast fyrir þessum fáránlega málstað.

Þetta er eins og fólkið sem vælir yfir því hvað sé sagt í útvarpinu, eins og það sé neytt með valdi til þess að hlusta á þá tilteknu stöð, þegar það getur alveg skipt um stöð ef því sýnist!

Hvar nákvæmlega er vandamálið hérna? Hvað er svona erfitt við að foreldrar bara drullist til þess að velja sjálfir hvað sé í sjónvarpinu fyrir börnin sín? Hvað er svona flókið við þetta? Af hverju þarf alltaf að BANNA hluti sem foreldrar hafa ekki rænu á að hugsa aðeins út í? 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 12:15

2 Smámynd: Inga Dagný Eydal

Ég þekki fólk með þrjú börn sem hreinlega fékk nóg og þau fóru með sjónvarpið sitt á haugana. Veit ekki til þess að þau hafi saknað þess neitt. Umhugsunarvert ekki satt?

Inga Dagný Eydal, 17.4.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingimar E

Höfundur

Ingimar Eydal
Ingimar Eydal
Nöldrari af guðs náð. Þreytist aldrei á að koma réttlætinu á framfæri. En ávallt með bros á vör...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • chicken-truck
  • Halendisferd Draco15-19 juli 07 193
  • ...juli_07_149

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband