30.4.2008 | 11:15
Halló, vakna þú Þyrnirós Sólrún !!
Ætlar þessi ágæta ríkisstjórn að sofa bara til eilífðar... svo sem ágætt en ekki gott að hún gerir ekki neitt meðan allt er að fara fjandans til....
Rosa gaman að vera komin í ríkisstjórn en því fylgir ábyrgð, því miður virðist reynslu- og ábyrgðarleysi "stjórnarherrana" vera algert og það bitnar því miður all svakalega á landsmönnum.
Hef ekki í langan tíma heyrt jafn klaufleg svör og hjá Heilbrigðisráðherra í fréttum í gær þar sem fréttamaðurinn var að útskýra málið fyrir ráðherra... líklega jafn vandræðalegt og viðsnúningur Sólrúnar í utanríkismálum, eða er ekki friðargæsluliðinn sem hún kallaði heim á leiðinni út aftur?
Gott fyrir Björnin því liíkega fer að verða nóg að gera fyrir GAS sveitir því það stefnir í upplausn og uppþot í samfélaginu... gróðafyrirtækin hika ekki við að hækka verðin og ríkisstjórnin hummar bara eins og Geir og Ingibjörg í meðförum Spaugstofunar.
Þetta væri hlægilegt ef málin væru bara ekki grafalvarleg, snýst um líf fólks og grundvallargildi.
Geislafræðingar hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingimar E
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.