26.6.2008 | 08:43
Búast þeir við samúð??
Forvitnilegt er að vita hvort stétt flugumferðarstjóra býst við samúð almennings með sínum kjörum?
Þeir hafa knúið fram tiltölulega góð laun með reglulegum aðgerðum sem snúa að öryggis- og samgöngumálum. Fyrir mitt leyti finnst mér þetta aðeins lykta af frekju, sérstaklega þegar allar aðrar stéttir hafa geta samið um sín mál og allur almenningur er að láta yfir sig ganga gríðarlegar hækkanir á öllu öðru en launum. Hvers vegna þessi 100 manna stétt nær ekki að semja eins og aðrar stéttir er erfitt að skilja, sér í lagi þegar menn hafa verið að rífast um þetta síðan 1995.
Ekkert flogið innanlands í fjóra klukkutíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingimar E
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óþolandi heimtufrekja í þessu liði sem er með um 810 þús. kr. á mánuði í meðallaun, lítil yfirvinna og 8 vikur í frí á ári. Ég vorkenni þessum aumingjum ekki neitt. Betra væri ef hjúkkur, kennarar(leikskóla og grunnskóla, veit ekki alveg hvað framhaldsskólakennarar eru með en býst við að það sé svipað og aðrir kennarar, svo auðvitað eiga þeir skilið launahækkun) fengju mannsæmandi laun!
Finnur (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 09:26
Það hangir nú saman í okkar þjóðfélgi ábyrgðin og launin. Þetta er eitt mest stressandi starf í heimi þar sem að menn bera ábyrgð á mörg hundruðum ef ekki þúsundum mannslífa í vinnunni á hverjum degi. Þessi ofur laun sem þú vitnar til eru með 170.000 króna yfirvinnu svo að það má segja að launin lækki þar snarlega. Hver flugumferðarstjóri á Íslandi í dag vinnur að meðaltali einn yfirvinnu tíma aukalega á hverri vakt á Íslandi........það skýrir kannski þesar ýktu tölur sem að ganga manna á milli.
Grunnlaun nýráðins flugumferðarstjóra eru rétt 300.000 krónur og hann ber alla þá ábyrgð sem að fyrrgreind er.
2 (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 10:27
og hver eru grunnlaun öryrkja? ha? nei alveg rétt.. þetta kallast bætur og þar sem öryrkjar eru bara aumingjar sem geta ekki neitt þá eiga þeir bara að taka því fagnandi sem þeir fá og halda kjafti. Ég skil alveg að fólk vilji fá hærri laun sérstaklega þar sem allt er að hækka í þjóðfélaginu en eru þið til í að benda mér á hvað öryrkjar geta gert til að knýja fram hækkun á þeirra tekjum? Ég sé ekki að það sé neitt, held að allir yrðu bara fegnir ef allir öryrkjar myndu hverfa.. ég væri það líka þar sem þetta er ekki mitt val að vera svona!
öryrki (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 10:46
Já væri það ekki bara fínt að allir öryrkjar myndu hverfa? Kanski senda þá á eitthvert flæðiskerið og þá yrði vandamálið með laun flugumferðastjóra leyst?
Mér fynst þetta líka einstaklega dásamlegt vegna þess að þeir eru á launum í þau 2 ár sem þeir eru í námi.
Kær kveðja, Ragnheiður
P.s. vona að ég þurfi ekki að taka það fram að fyrra komment var löðrandi í kaldhæðni
Ragnheiður Anna Þórsdóttir, 26.6.2008 kl. 11:01
Já. 170.000 kr. í yfirvinnu á mánuði. Það gera 640.000 kr. á mánuði í meðallaun. Það er ekki beisið. Þegar er talað um 1 auka yfirvinnutíma á vakt er væntanlega verið að tala um að þeir þurfi að vinna 1 tíma fram yfir þessa 8 tíma? Ég vorkenni fólki ekkert að vinna í 1 tíma. Ef ég væri með svona há laun eftir þessi 3 ár sem ég er búinn að læra þá væri ég mjög sáttur!
Finnur (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 14:06
Áttum okkur á því að þessi eini yfirvinnutími sem talað er um var gefinn út af Flugstoðum sem einn tími á dag að meðatali, allt árið. Það eru því 365 yfirvinnutímar á ári, eða um 30 á mánuði. Ef að venjulegur vinnudagur er síðan átta tímar, þá eru þetta 3,8 aukavinnudagar á hverjum mánuði - eða tæplega fjórir, sem samsvarar því að venjulegur skrifstofumaður myndi vinna aukalega t.d. aðra hverja helgi, alla mánuði - allt árið.
Annars er það rangt að flugumferðarstjórar séu á launum á meðan þeir eru í námi. Námið er hins vegar lánshæft frá LÍN.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 18:44
Eru þið nú viss um að dagur flugumferðastjóra sé 8 tímar? Held að hann sé ekki svo langur.
Halla Rut , 26.6.2008 kl. 19:37
Haha!! 1 yfirvinnutími á dag, 1 yfirvinnutími á dag!! Eru þið ekki að grínast?, voðalega eru flugumferðastjórar viðkvæmir, kalla það nú bara ágætt miðað við yfirvinnuálag sumra annara stétta, þetta er bara barnaleikur. Voðalega stressandi starf jájá það eru nú fleiri störf líka mjöööög stressandi og erfið. Hvaða voðalegt væl er þetta?
Rósa (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 03:18
Ætla reyndar að bæta við að auðvitað er endalaus yfirvinnukvöð gríðarlega erfið en það eru bara aðrar stéttir sem hafa þess kvöð einnig en hafa mun lægri grunnlaun heldur en flugumferðastjórar. Held það mætti byrja annars staðar en á flugumferðarstjórum
Rósa (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 03:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.