Er þetta virkilega frétt??

Á hverjum degi látast þúsundir manna á eðlilegan hátt um allan heim, í heimahúsum, við vinnu eða í fríum.  Af hverju er það frétt þótt aldraður hjartasjúklingur látist um borð í skemmtiferðaskipi?  Er gúrkan algjör eða er vankunnáttu í fréttamennsku um að kenna??
mbl.is Andlát um borð í skemmtiferðaskipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm, það fór fyrst allt í gang á fréttastofum landsins vegna mikils viðbúnaðar lögreglu. Svo fóru menn á svæðið og í ljós kom að einhver hafði hugsanlega dáið. Svo var verið að reyna að finna út hverjir færu um borð, hver hefði dáið, hvort um morð eða sjálfsvíg væri að ræða. Aðeins eftir allt þetta ferli kom í ljós að þetta var ekkert stórmál.

Það hefði því verið hálf kjánalegt að segja landsmönnum að hugsanlega væri eitthvað svakalegt að gerast og drepa svo bara fréttina - þetta er bara "follow-up" eftir "false-alarm" svo ég tali fallegt mál.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 16:13

2 Smámynd: Ingimar Eydal

Jahá, það skýrir ýmislegt, hefði kannski verið gáfulegt að nefna það í þessari frétt, undirritaðan vantaði forsöguna.

Ingimar Eydal, 10.7.2008 kl. 16:15

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Er maður sem sagt hvergi óhultur?

Emil Örn Kristjánsson, 10.7.2008 kl. 16:31

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Hef nú grun um að fyrri fréttin hafi líka verið einhver uppsuða í blaðamönnum, það er jú þannig að þegar fólk deyr óvænt og utan sjúkrastofnanna þá rannsakar lögregla málið, og í þessu tilfelli leitar skipið til lögreglunnar hér vegna þess að það er hér við land.  Hér hefur því einhver gert hænu úr upphaflegu fjöðrini.

Einar Þór Strand, 10.7.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingimar E

Höfundur

Ingimar Eydal
Ingimar Eydal
Nöldrari af guðs náð. Þreytist aldrei á að koma réttlætinu á framfæri. En ávallt með bros á vör...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • chicken-truck
  • Halendisferd Draco15-19 juli 07 193
  • ...juli_07_149

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband