Færsluflokkur: Bloggar

Halló, vakna þú Þyrnirós Sólrún !!

Ætlar þessi ágæta ríkisstjórn að sofa bara til eilífðar... svo sem ágætt en ekki gott að hún gerir ekki neitt meðan allt er að fara fjandans til....

Rosa gaman að vera komin í ríkisstjórn en því fylgir ábyrgð, því miður virðist reynslu- og ábyrgðarleysi "stjórnarherrana" vera algert og það bitnar því miður all svakalega á landsmönnum.

Hef ekki í langan tíma heyrt jafn klaufleg svör og hjá Heilbrigðisráðherra í fréttum í gær þar sem fréttamaðurinn var að útskýra málið fyrir ráðherra... líklega jafn vandræðalegt og viðsnúningur Sólrúnar í utanríkismálum, eða er ekki friðargæsluliðinn sem hún kallaði heim á leiðinni út aftur?

Gott fyrir Björnin því liíkega fer að verða nóg að gera fyrir GAS sveitir því það stefnir í upplausn og uppþot í samfélaginu... gróðafyrirtækin hika ekki við að hækka verðin og ríkisstjórnin hummar bara eins og Geir og Ingibjörg í meðförum Spaugstofunar.

Þetta væri hlægilegt ef málin væru bara ekki grafalvarleg, snýst um líf fólks og grundvallargildi.


mbl.is Geislafræðingar hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi, frelsi...macdonalds sér um börnin.

Enda má ekki skerða hið fullkomna frelsi fyrirtækjana til að ala börnin okkar rétt upp.

Frelsi okkar einstaklingana til að eiga frið fyrir þeim sem vilja spilla heilsu okkar og barnana okkar er hins vegar ekki á blaði menntamálaráðherra.

Ég held að stjórnmálaskóli sjálfstæðismanna þyrfti að skoða málið og skoða hvort frelsið skiptir meira máli, fyrirtækjana eða þegnana... nei auðvitað ekkert má stöðva hagvöxtinn, hvorki umhverfisverndarsinnar eða þeir sem vilja vernda börnin sín!!


mbl.is Beitir sér ekki fyrir auglýsingabanni í tengslum við barnatíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri ekki nær að skammast sín...??

Gaman væri að vita hvaða augum þessir ágætu forsvarsmenn olíufélagana líta okkur landsmenn?

Þeir vita greinilega ekki upp á sig neina skömm þrátt fyrir að hafa þegar verið dæmdir fyrir samráð, búa við nánast einokunarkerfi í sölu á eldsneyti, geta nánast skammtað sér gróðann.  Um leið og við neytendur segjum eitthvað þá koma þeir fram og nánast skamma okkur, sbr. þessa frétt.

Mér var boðið þetta fína afsláttarkort frá þessu sama olíufélagi fyrir skömmu sem ég auðvitað þáði, með boð um afslátt á eldsneyti hjá þeim.  Síðan þegar ég fékk reikninginn þá sá ég að það var ekki einn eyrir í afslátt... ég borgaði nákvæmlega sömu upphæð eins og ég hefði gert án þess að vera með kortið góða. 

Það er ekki laust við að manni finnst eins og það sé verið að gera okkur að fíflum.....


mbl.is Athugasemd frá Olís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu tímabært að færa veginn !

Það er tímaskekkja að þjóðvegur 1 til alls landsins frá Reykjavík liggi í gegnum Borgarnes með viðeigandi slysahættu, mengun og umferðarþunga.

Það væri mikil vegabót að leggja veginn utan við byggðina.  Nema hagsmunir sjoppueigenda vegi þyngra en vegfarenda og íbúanna?


mbl.is Hjáleið á hringvegi vegna vegaframkvæmda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott keppni og frábært flutningur.

Til hamingju Ísland .... með Reginu og Friðrik Ómar.  Frábærir flytjendur !! og flott lag og flottir textar bæði sá íslenski og sá enski!!

Þetta verður flott framlag ! 


mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtin landafræði !!

Er þá Grænland í Danmörku?? Eða er Grímsey í Eyjafirði? 

Gjarnan rugla menn saman landafræði og stjórnsýslu"landafræði". 

En merkileg frétt samt sem áður !!


mbl.is Jarðskjálfti á Svalbarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugvöllurinn í Vatnsmýri

 

Flugvöllurinn í Reykjavík á núverandi stað er hjarta borgarinnar, hann er forsenda þess að svona fámenn þjóð geti starfað saman og íbúar alls landsins búa við það öryggi að geta komist á sjúkrahús á fljótlegan og öruggan hátt.

Ef Reykjavík ætlar að hætta að vera höfuðborg landsins og afsala sér þjónustuhlutverki sínu fyrir allt landið þá það.  En þá þarf líka að endurskoða stjórnkerfið í heild sinni, uppbyggingu heilbrigðisþjónustu og ferðaþjónustu.

Ég vil gerast svo djarfur að halda því fram að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni sé ein dýrmætasta auðlind Reykjavíkur.  En auðvitað sjá menn það ekki !


Gefum henni mat !!

Blessuð stúlkan.. ég hef nú mestar áhyggjur af því að hún fjúki... svona ræfilsleg.... ég mæli með því að hún fái frítt að borða... hún virðist ekki hafa borðað lengi.... kannski á hún ekki fyrir mat... 

Ef ég væri kærasti hennar þá myndi ég leggja alla áherslu á að fita hana talsvert !!

Í alvöru, haldiði að hún þoli íslenskt veðurfar??


mbl.is Knightley á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um hálkuvarnir á Akureyri.

Í svæðisfréttum á Akureyri kom fram í gær að bílstjórar Samskipa hefðu illa stjórn á bílum sínum hér innanbæjar vegna slæmra akstursskilyrða.

Tvennt finnst mér umhugsunarefni við þessa frétt.

Þeir kvarta yfir slæmum akstursaðstæðum síðustu daga.  Það passar við þann tíma sem byrjað var að blanda salti við sandinn sem dreift er á götur Akureyrar í tilraunaskyni.

Hitt finnst mér ekki síður umhugsunarefni að bílstjórar þessara 20-30 tonna bíla skuli illa hafa stjórn á þeim á götum Akureyrar þar sem meðalhraðinn er kannski 30-40 km.  Hvernig gengur þeim þá að hafa fulla stjórn á þeim á 80-90 km hraða úti á þjóðvegum?

Grunar reyndar að ástæðan sé ekki síst sú að hér hafa menn verið að blanda salti við sandinn og dreifa þessu á gamlan klaka sem undir liggur.  Í þessu frosti sem verið hefur undanfarið þá virkar eðlisfræðin þannig að saltið eykur hálkuna á þessu gamla svelli.  Þetta er svona svipuð hugsun eins og að bera salt í snjó.   Saltið bræðir ekki snjóinn heldur breytir honum í salla sem nær ómögulegt er að keyra í eða ganga í, ekki síst ef undir er klaki.

Ég man eftir því að fyrrverandi bæjarverkfræðingur á Akureyri nefndi það einhvern tíma að það væri of kalt á Akureyri til að það borgaði sig að nota saltið.  Það virkaði ekki nema hiti væri að sveiflast í kringum frostmarkið (eins og aðstæður gjarnan eru í Reykjavík) en að nota salt við þær veðuraðstæður sem ríkja á Akureyri væri yfirleitt verra en að nota það ekki.

Í mínum huga er spurningin, hvað gerðist svo auka þurfti hálkuvarnir svo mjög? Er bærinn að taka á sig ábyrgð ökumanna um að haga ökulagi með tillti til aðstæðna? Er umferðarálag á Akureyri orðið slíkt að það kallar á hálkuvarnir sem eru í annan stað hættulegar heilsu fólks (svifryk) og hins vegar skemmdir á ökutækjum og gríðarlegur óþrifnaður (áhrif salts)?


Kannski Jónsi gæti kennt Borgarstjóra?

Frábært atriði, hann kann svo sannarlega að taka sig ekki of hátíðlega.

Kannski hann gæti kennt Borgarstjóranum eitthvað...???

Húmor fyrir sjálfum sér getur nefnilega verið til að auka virðingu fyrir mönnum.

 


mbl.is Jónsi kom út úr skápnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ingimar E

Höfundur

Ingimar Eydal
Ingimar Eydal
Nöldrari af guðs náð. Þreytist aldrei á að koma réttlætinu á framfæri. En ávallt með bros á vör...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • chicken-truck
  • Halendisferd Draco15-19 juli 07 193
  • ...juli_07_149

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband