Færsluflokkur: Bloggar
26.1.2008 | 16:50
Skyldi eigandi Kaupangs nota peningana til að klára sín mál...??
Borgin borgar um 550 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 18:31
Heiðarlegir bisnessmenn??
Flott að borgin skuli vera búin að kaupa þessar eignir af Kaupangi á uppsprengdu verði. Þá á Jóhannes Sigurðsson eigandi nóg af peningum. Hann getur þá kannski notað þá til að klára sín mál á Akureyri þar sem fjöldi fólks stendur í málaferlum við hann vegna húsbygginga hans og brasks. Hann hefur dregið tugi fólks á asnaeyrum, ekki staðið við samninga, klárar ekki byggingar sem fólk hefur keypt af honum, og neitar að gefa út afsöl. Svona er slóðinn eftir þennan mann sem nú hefur flúið til Reykjavíkur og leikur sama leikinn þar.
Flott að fyrsta verk nýja meirihlutans er að stunda viðskipti við svona heiðarlegan mann !!
Fjöldi fólks á Akureyri getur hins vegar vitnað afleiðingar þess að eiga við hann viðskipti.
Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2008 | 09:20
Frétt...??
Er þetta innlend frétt??
Er þetta ekki íþróttafrétt??
Er þetta yfirhöfuð frétt??
Þótt einhver fýlupoki neiti að taka í höndina á andstæðing sínum og tapi þess vegna í B-flokki í einhverju Chorus ofurskákmóti í Wijk an Zee...?? Greinilega ekki allir nördarnir í stuði á því móti...
Minnir mig á þegar íþróttafréttaálfarnir fara að bulla um fugla þegar þeir segja frá einhverjum atvinnuvitleysingum í golfi.... Hef aldrei skilið þetta, skutu þeir niður fugla með golfkúlum??
Í hvert sinn sem ég heyri íþróttafréttir lesnar í ríkisútvarpinu um einhver "íþróttaafrek" einhverra afreksmanna í Langtíburtistan þá hugsa ég alltaf.....
Hverjum í andskotanum er ekki sama !!
Tapaði vegna framkomu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2008 | 17:29
Salt á götur á Akureyri, NEI TAKK !!
Nú er ég verulega fúll !!
Ástæðan er sú að götur Akureyrar eru nú orðnar skítugar og snjórinn ljótur, óþægilegt að keyra í þessum salla og gerir bíla skítuga, jafnvel í frosti !! Akureyrarbær er sem sagt byrjaður að blanda SALTI við sandinn sem þeir bera á götur. Ég spyr, af hverju ?? og eru bæjarbúar sáttir við þetta??
Mér skilst að um tilraun sé að ræða, en hvernig á að meta árangurinn?
Ég bjó í Reykjavík um nokkura ára skeið og það var ekki síst vegna saltdrullunar sem ég gat ekki hugsað mér að búa þar áfram. Tjaran leysist upp í þessu, snjórinn verður svartur (bílar sömuleiðis)og snjórinn klessist á allt og alla. Hann þjappast ekki og er ómögulegt að ganga eða keyra í saltsnjó. Öll tilfinning fyrir hálku hverfur og ökumenn vita aldrei á hverju þeir eiga von. Með þessu er verið að bjóða skussunum að vera áfram á illa búnum bílum og keyra ekki eftir aðstæðum.
Hér á Akureyri hafa menn farið offari í hálkuvörnum, fyrir nokkrum árum þekktist varla að bera sand á götur en núna má ekki gera smá hálku, þá er dælt ógrynni af sandi á götur og gangstéttir. Síðan þornar þetta og veldur svifryki. Ég spyr, er Akureyri bær með þann umferðarþunga að það kalli á allan þennan sandburð? Má ekki einnig skoða með að bera grófari sand á götur þannig að það valdi minna svifryki? Við búum á norðlægum slóðum og þar verður hálka, við verðum að búa okkur rétt og keyra í samræmi við aðstæður.
Ef á að nota salt til að minnka svifryk þá held ég að við séum að velja verstu leið sem hugsast getur. Saltið eyðileggur bíla, saltið gerir allt skítugt, bæði snjó, götur og bíla, saltið gerir það að verkum að götur þorna ekki, heldur verða áfram blautar og skítugar.
Ég skora á bæjarstjórn og bæjaryfirvöld að hætta þegar í stað öllum salttilraunum, að búa í "saltlausum" bæ eru lífsgæði sem eru dýrmætari en við gerum okkur grein fyrir. Sömuleiðis skora ég á Vegagerðina að endurskoða þá stefnu sína að salta þjóðvegi eins og þeir hafa gert í síauknum mæli undanfarin ár. Ég hugsa mig orðið tvisvar um áður en ég fer á bílnum mínum út á þjóðvegina að vetri til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.12.2007 | 17:04
Flugeldasala og rusl...
Varðandi ruslið þá finnst mér það sjálfsagt mál að hver taki til eftir sig, ekki ætlast ég til að starfsmenn Bónuss komi og taki við ruslinu undan cheriosinu....??
Hins vegar finnst mér áhugaverð umræða um að björgunarsveitirnar fái einkarétt á flugeldasölu m.t.t. þess starfs sem þær vinna fyrir fólkið í landinu. Þá er ekki síður mikilvægt að benda á að flugeldar eru sérhæfð og hættuleg vara sem mikilvægt er að sé meðhöndluð af fagaðilum og þeim sem hafa þekkingu á vörunni. Hverjum er betur treystandi til að selja slíka vöru en þeim sem hafa það að markmiði koma í veg fyrir slys og koma fólki til bjargar??
Horfði á "Íslenska Drauminn" á Ruv í gærkvöldi og þegar ég sá auglýsingar frá einkaaðilum í morgun í blöðunum, "30 % afsláttur", "alvöru-gæða flugeldar" og fleira, þá sá ég Tóta bisness mann fyrir mér. Held að flestir einka flugeldasalar séu einmitt týpiskir skyndigróðakallar. Hvað gera þeir fyrir þá sem kaupa af þeim flugelda??
Tryggjum öryggi okkar allra, við spörum stórfé með því að tryggja björgunarsveitir í sessi sem sjálfboðaliðasamtök og síðast en ekki síst, tínum upp ruslið eftir okkur og aðra :)
Gleðilegt árið!
Skorað á björgunarsveitirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2007 | 10:53
Snjóstormur....??
Hvað er "snjóstormur"?
Hér á Íslandi höfum við kallað þetta hríðarbyl. Er nokkur ástæða til að búa til nýtt orð fyrir þetta veðurfyrirbæri??
Gleðileg jól !!
Ellefu látnir í byl í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2007 | 23:16
Ég hef oft bölvað amerískum klósettum.....
Úpps, vissi ekki að það væri ólöglegt, hef reyndar alltaf notað góð og gegn íslensk orð. En fyrir þá sem þekkja þá eru amerísk klósett vitavonlaus fyrirbæri, því þau eru alltaf full af vatni, hvort sem um er að ræða venjuleg klósett eða pissuskálar. Ef fullorðinn karlmaður stendur fyrir framan (eða ofan) þessi fyrirbæri og pissar í þau, þá slettist ótæpilega á allt sem nálægt er... eina leiðin er að setjast á andsk.... fyrirbærinn en þau eru nú ekki alltaf þannig að maður langi beinlínis til þess (guði sé lof að vera karlmaður). Þetta eru, held ég, einhver amerískur pempíuskapur að geta ekki kúkað og pissað (kannski það sé einnig ólöglegt að segja þetta í ameríku??) nema afurðin drukkni í nógu miklu vatni...??
Held að það væri hægt að spara talsvert mikið vatn í ameríkuhreppi ef þeir tækju upp evrópulagið á klósettum.
Svo erum við svo vitlaus að þegar Leifsstöð var byggð þurfti endilega að fylla hana af amerískum klósettum, þannig að minningar um Leifsstöð eru "slettur" og leiðindi á klósettinu...!!
Held reyndar að því hafi verið breytt nú þegar stöðin hefur verið stækkuð í 37 skiptið.
Nú er ég líklega kominn með handtökuskipun næst þegar ég kem til Ameríku, því eins og þið vitið þá má enginn tala illa um neitt sem amerískt er!! Og verst er að ég ætlaði vestur á næsta ári....
Mátti bölva klósettinu sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2007 | 14:38
Skrýtið....
Skrýtið þjóðfélag sem kaninn hefur kosið að búa við... er ekki frelsið orðið andsnúið þegnunum þegar hvaða vitleysingur sem er, getur skotið hvern sem er??
Sorglegt í jafn fallegu umhverfi eins og Colorado Springs, Klettafjöllin í bakgrunni og samfélagið fallegt á yfirborðinu en er svona meingallað þegar betur er að gáð...
Frelsið í vestrinu er kannski ekki eins gott og sumir vilja láta, alveg eins og sósíalisminn í austrinu var ekki eins algóður og sumir trúðu, hæfileg blanda er það sem skynsamlegast er....
Kannski það vanti bara Framsókn.....?
Skotárásir kunna að tengjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2007 | 14:36
Hagkaup, þar sem mér finnst leiðinlegast að versla....
Hef mjög ákveðna stefnu, ég versla ekki í Hagkaup nema í ítrustu neyð !!
Þeir hafa svo ömurlega stefnu á svo mörgum sviðum, margt af því sem þeir selja er drasl sem selt er á uppsprengdu verði, yfirfullar og ópersónulegar verslanir, ömurleg þjónusta og afskaplega yfirlætisleg ímynd, sbr. að fullyrða að "íslendingum þyki skemmtilegast að versla í Hagkaupum".
Þetta nýjasta útspil er grátlegt og lýsir á hvaða plani þessi verslunarkeðja er !
Ég var amk. pottþétt ekki spurður !!
Pabbar í pössun í Hagkaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Ingimar E
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Best að tjá sig aðeins um þátt Spaugstofunar á laugardagskvöldið, þett var ekki létt fyrir þá að taka á þessum farsa sem pólitíkin í síðustu viku var.
Mér fannst þetta frábær þáttur, einn sá besti í langan tíma.
Margir hafa tjáð sig um slæma "útreið" Ólafs B. Magnússonar. En ég hef tekið eftir því að fáir gera athugasemdir þótt Birni Inga hafi verið lýst sem manni sem stingur mann og annan !! Enda hefur verið veiðileyfi á Framsóknarmenn svo árum skiptir, sbr. hvernig "týpu" Spaugstofan gerði úr Halldóri Ásgrímssyni.
Spaugstofan gerði ekki annað en að sýna það sem almenningur og fjölmiðlar hafa mest velt fyrir sér, veikindi ÓBM og hvort hann væri orðin nægilega frískur (og hættuna fyrir meirihlutan ef hann veikist !!).
Þeir sem standa í framlínu stjórnmálana verða að vera menn til að þola þetta. Ef ekki þá hafa þeir ekki heilsu til að vera í pólitík !!.